Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 04. mars 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Athletic Bilbao tilbúnir til að ganga af velli
Inaki Williams, kantmaður Athletic Bilbao, hefur orðið fyrir kynþáttaníði á tímabilinu og segir að nú sé nóg komið.

Hann og liðsfélagar hans séu búnir að ákveða að ganga af velli næst þegar þetta gerist.

„Ég vona að þetta gerist ekki aftur, en ef þetta gerist aftur þá mun ég hafa stuðning frá mikið af fólki," sagði Williams.

„Ég veit að liðsfélagar mínir munu ganga með mér af vellinum, við höfum rætt um þetta. Okkur er sama þó við fáum dæmt tap því þetta yrði þungt högg í baráttunni gegn rasisma."

Williams er 25 ára gamall og á einn A-landsleik að baki fyrir Spán.
Athugasemdir
banner