Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. mars 2021 09:26
Magnús Már Einarsson
Gerrard gæti tekið við Liverpool
Powerade
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Skoðum slúðurpakka dagsins.



Erling Braut Haaland (20) framherji Chelsea segist geta hugsað sér að ganga til liðs við sex féölg í heiminum. Liverpool, Manchester United og Manchester City eru einu liðin á Englandi sem er áfall fyrir Chelsea sem hefur áhuga á Haaland. (Bild)

Dortmund ætlar að halda Haaland áfram á næsta tímabili að sögn Sebastian Kelhl, yfirmanns hjá félaginu. (Evening Standard)

Arsenal gæti reynt að fá Tariq Lamptey (20) frá Brighton eða Max Aarons (21) frá Norwich ef Hector Bellerin (25) fer til PSG eða Barcelona í sumar. (Sun)

Chelsea mun fá hluta af kaupverðinu ef Brighton selur Lamptey en klásúla var sett í samninginn þegar Brighton keypti leikmanninn í janúar í fyrra. (Express)

Joan Laporta, forsetaframbjóðandi hjá Barcelona, vill fá Sergio Aguero (32) til félagsins frá Manchester City. (Mail)

Ashley Young (35) vonast til að verða ítalskur meistari með Inter í sumar áður en hann fer aftur til gömlu félaganna í Watford í sumar. (Mirror)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það verði erfiðara fyrir félagið að fá nýja leikmenn í sumar ef liðið verður ekki í Meistaradeildinni. (Goal)

Richarlison (23) verður áfram hjá Everton, hvort sem félagið kemst í Meistaradeildina eða ekki. Þetta segir Carlo Ancelotti, stjóri Everton. (Liverpool Echo)

Skoska félagið Rangers hefur áhyggjur af því að Klopp muni hætta með Liverpool þar sem Steven Gerrard þykir líklegur sem næsti stjóri á Anfield. (Football Insider)

Celtic er að íhuga að fá Michael O'Neill, stjóra Stoke, í stjórastól sinn. (90min)

Manchester United hefur rætt við Inter þar sem ítalska félagið skuldar greiðslu fyrir Romelu Lukaku (27). United er tilbúið að þurrka út skuldina ef félagið fær framherjann Lautaro Martinez (23) eða varnarmanninn Milan Skriniar (26). (Corriere dello Sport)

Aston Villa ætlar að endurbæta Villa Park til að leikvangurinn komi til greina sem einn af völlunum á HM 2030 en Bretland og Írland ætla að sækja um mótið. (Express & Star)
Athugasemdir
banner
banner