Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. apríl 2020 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sex leikmenn sem fóru umdeilda leið í félagaskiptum
Robin van Persie.
Robin van Persie.
Mynd: Getty Images
Sol Campbell.
Sol Campbell.
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain.
Mynd: Getty Images
Luis Figo.
Luis Figo.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Sumir fótboltamenn hafa farið umdeilda leið í félagaskiptum og gert allt brjálað í leiðinni.

Mirror tók saman lista yfir sex leikmenn sem skiptu um félag og eyðilögðu í leiðinni tengsl við sitt fyrrum félag.

Robin van Persie
Hollendingurinn fljúgangi fór frá Arsenal til Manchester United árið 2012 í leit að sínum fyrsta Englandsmeistaratitli. „Litli drengurinn inn í mér öskraði Manchester United," sagði Van Persie eftir að skiptin voru staðfest.

Hann var fyrirliði Arsenal og markamaskína liðsins. Hann var á góðri leið með að verða goðsögn hjá félaginu, en kastaði því á glæ til að vinna Englandsmeistaratitilinn með Man Utd.

Hann vann Englandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili með United og var það hans eini stóri titill með félaginu. Sir Alex Ferguson hætti tímabili eftir að Van Persie gekk í raðir félagsins.

Van Persie lagði skóna á hilluna í fyrra og vinnur núna sem sérfræðingur í bresku sjónvarpi.

Sol Campbell
Van Persie fór til Manchester United til að vinna titla, en árið 2001 voru öðruvísi tíma og fór Campbell þá til Arsenal árið til að vinna titla - sem hann svo gerði. Campbell var það að góður að hann komst á hulstur tölvuleiksins FIFA sem varnarmaður.

Spurs var tilbúið að gera hann að launahæsta leikmanni liðsins, en hann ákvað í staðinn að semja við erkifjendurna og nágrannana í Arsenal, og það á frjálsri sölu. Það var líka eftir að hann sagði að hann myndi aldrei spila fyrir Arsenal.

Campbell var kallaður 'Júdas' og hafa stuðningsmenn Tottenham aldrei getað fyrirgefið honum.

Campbell, sem er í dag stjóri Southend í ensku C-deildinni, vann enska meistaratitilinn tvisvar með Arsenal.

Gonzalo Higuain
Higuain hafði skorað 71 mark í 104 leikjum fyrir Napoli og hjálpaði hann liðinu að enda í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar 2015/16 tímabilið. Það tímabil skoraði hann 36 mörk í 35 deildarleikjum; stórkostlegur árangur.

Ef þú vilt hins vegar vinna ítölsku úrvalsdeildina þá er sniðugt að fara til Juventus sem hefur núna unnið ítölsku úrvalsdeildina átta sinnum í röð. Juventus borgaði 75 milljónir punda fyrir Higuain og tóku stuðningsmenn Napoli ekki vel í það að hann skyldi fara til keppinautanna.

Andlit Higuain var sett á klósettpappír og pizzastaður í Napoli bauð tilboð á pizzum ef Higuain meiddist.

Higuain hefur unnið tvo Ítalíumeistaratitla með Juventus, en var svo á síðasta tímabili lánaður til Milan og Chelsea. Hann hefur á þessu tímabili skorað fimm mörk í 19 leikjum með Juventus.

Luis Figo
Luis Figo hafði unnið Spánarmeistaratitilinn tvisvar með Barcelona þegar hann ákvað óvænt að fara til Real Madrid árið 2000. Það féll ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Barcelona enda er Real það félag stuðningsmenn Barcelona hata langmest.

Real var að byrja með 'galacticos' verkefni sitt og borgaði þá heimsmetsfé fyrir Figo, 62 milljónir evra, sem var riftunarverð í samningi hans hjá Barcelona.

Þegar Figo mætti svo Barcelona var baulað hástöfum og aðskotahlutum kastað í átt til hans, þar á meðal var svínshöfði kastað úr stúkunni á Nývangi.

Figo vann tvo Spánarmeistaratitla með Real og vann hann einnig Meistaradeildina 2002.

Robert Lewandowski
Pólska markavélin hafði unnið þýsku úrvalsdeildina tvisvar með Borussia Dortmund þegar hann ákvað að fara á frjálsri sölu til Bayern München.

Það er alltaf vel gert að vinna þýsku úrvalsdeildina þegar liðið heitir ekki Bayern München. Hann leit líklega á það þannig að það væri ólíklegt að hann myndi vinna aftur með Dortmund og fór hann því til Bayern.

Lewandowski hefur raðað inn mörkunum með Bayern og unnið þýsku úrvalsdeildina fimm sinnum.

Raheem Sterling
Sterling gekk í raðir Liverpool sem unglingur og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið aðeins 17 ára gamall.

Hann varð lykilmaður undir stjórn Brendan Rodgers og varð hann næstum því Englandsmeistari með liðinu 2014. Aðeins tvítugur að aldri var honum boðið að fá 100 þúsund pund í vikulaun hjá Liverpool, en hann hafnaði því til að fara til Manchester City á 49 milljónir punda.

Hann hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar en á enn eftir að vinna Meistaradeildina. Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.

Sjá einnig:
„Ef Sterling er að plana brottför þá er næsta stopp ekki Liverpool"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner