Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund notar völlinn sinn í baráttunni gegn kórónuveirunni
Frá heimavelli Dortmund þar sem alltaf er gott andrúmsloft.
Frá heimavelli Dortmund þar sem alltaf er gott andrúmsloft.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund ætlar að nota heimavöll sinn, Signal Iduna Park, til að aðstoða þá aðila sem grunaðir eru um að hafa mögulega smitast af kórónuveirunni.

Enginn fótbolti er spilaður þessa stundina og því ætlar Dortmund að nota heimavöll sinn til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld.

Völlurinn, sá stærsti í þýskum fótbolta, verður núna notaður til að aðstoða sjúklinga sem grunaðir eru um að hafa kórónuveiruna, þá sem eru með einkenni og bíða eftir niðurstöðum.

Félagið segir að markmiðið sé að brjóta niður möguleg keðjusmit með því að halda þeim sem hugsanlega hafa smitast fjarri öðrum sjúklingum, læknum og hjúkrunarfræðingum. Einnig ætlar félagið sér að minnka álagið á öðrum stöðum sem eru að aðstoða í baráttunni.

Fjölmörg önnur fótboltafélög hafa boðið fram leikvang sinn til aðstoðar gegn kórónuveirunni. Má þar nefna félög eins og Manchester City og Real Madrid.

Athugasemdir
banner
banner