Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lykilmaðurinn: Þónokkur félög í Pepsi Max sýndu áhuga
Lengjudeildin
Jóhann Árni Gunnarsson.
Jóhann Árni Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar og fyrirliðar Lengjudeildarinnar spá því að Fjölnir hafni í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í sumar.

Hægt er að lesa umfjöllun um liðið með því að smella hérna.

Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Úlfur gaf sitt álit á liði Fjölnis.

Hann telur að Jóhann Árni Gunnarsson sé helsti lykilmaður Fjölnis í sumar.

„Jóhann Árni er einn af mest spennandi leikmönnum Lengjudeildarinnar," segir Úlfur.

„Það voru þónokkur félög í Pepsi Max-deildinni sem höfðu áhuga á að fá hann í sínar raðir fyrir tímabilið. Virkilega flottur ungur leikmaður með gott auga fyrir spili, frábærar sendingar, tæknilega mjög góður og afburða skotfót bæði sem á eftir að nýtast í föstum leikatriðum og í opnum leik."

Fjölnir hefur leik í Lengjudeildinni á fimmtudag gegn Þrótti á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner