banner
   þri 04. maí 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Shevchenko um úrslitaleikinn í Istanbúl: Hugsa reglulega um þetta
Andriy Shevchenko gengur framhjá bikarnum í Istanbúl
Andriy Shevchenko gengur framhjá bikarnum í Istanbúl
Mynd: EPA
Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður AC Milan og úkraínska landsliðsins, á enn erfitt með að kyngja tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl en sextán ár eru síðan Liverpool vann keppnina á ótrúlegan hátt.

Shevchenko var eitt sinn álitinn einn besti framherji heims. Hann átti sín bestu ár með Milan á Ítalíu þar sem hann vann Seríu A og Meistaradeildina en hann skoraði 173 mörk í 296 leikjum fyrir félagið.

Það var hins vegar örlagaríkur dagur þann 25. maí í Istanbúl árið 2005 sem mun elta drauma hans að eilífu en Liverpool varð þá Evrópumeistari eftir að hafa lagt Milan að velli í vítaspyrnukeppni.

Milan var 3-0 yfir í hálfleik og ekkert benti til þess að enska liðið kæmi til baka. Liverpool gerði hins vegar þrjú mörk á sex mínútum í síðari hálfleik og þá varði Jerzy Dudek eins og berserkur í framlengingunni. Pólski markvörðinn varði þá víti frá Andrea Pirlo og Shevchenko í vítaspyrnukeppninni.

„Það blæðir enn úr þessu sári og það pirrar mig enn í dag að það var sagt að sæluvíman hafi orðið okkur að falli. Maldini sagði við okkur í hálfleik að við þyrftum að vera varkárir," sagði Shevchenko.

„Fyrstu mánuðina eftir úrslitaleikinn vaknaði ég sumar nætur öskrandi að hugsa um þetta. Ég hugsa um þetta í dag sem þjálfari og þessar mínútur sem við skoruðum þessi þrjú mörk. Ég er ekki að gagnrýna Ancelotti en við hefðum átt að stöðva leikinn aðeins og skipta einhverjum inná," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner