Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júní 2023 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd er í viðræðum við Chelsea
Mason Mount og Declan Rice eru tveir af heitustu bitum sumarsins.
Mason Mount og Declan Rice eru tveir af heitustu bitum sumarsins.
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Manchester United sé komið í viðræður við Chelsea varðandi félagsskipti Mason Mount.


Mount er 24 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem er gríðarlega eftirsóttur af stærstu liðum enska boltans. Liverpool og Man Utd eru talin hafa mestan áhuga og vill Mount frekar fara til Manchester til að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Mount á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea, sem er talið vera reiðubúið til að selja hann í sumar enda í mikilli þörf á innkomu til að standast fjármálaháttvísisreglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Miðjumaðurinn öflugi hefur unnið Meistaradeildina og HM félagsliða með Chelsea auk þess að eiga 36 leiki að baki fyrir England. Hann hefur verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur eftir aðgerð á mjöðm.

Mount er mikils metinn innan herbúða Chelsea þar sem liðsfélagarnir líta upp til hans. Hann vill þó skipta um andrúmsloft enda ríkir mikil óvissa innan herbúða Chelsea sem er með gríðarlega stóran leikmannahóp eftir að hafa endað óvænt um miðja úrvalsdeild á síðustu leiktíð, án þess að vera með í baráttunni um Evrópusæti.

Man Utd er talið ætla að bjóða 50 milljónir punda í Mount.


Athugasemdir
banner
banner
banner