Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. júní 2023 21:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zlatan leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA

Zlatan Ibrahimovic hefur lagt skóna á hilluna en þetta tilkynnti hann eftir síðasta leik AC Milan á tímabilinu í kvöld.


Hann gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann spilaði aðeins fjóra leiki á tímabilinu og skoraði eitt mark.

Zlatan greindi frá því á dögunum að það væri ekki í kortunum að hætta en svo virðist sem hann hafi snúist hugur.

Þessi 41 árs gamli sænski framherji á langan feril að baki. Hann er uppalinn hjá Malmö í heimalandinu og spilaði með aðalliðinu í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001.

Hann hefur leikið með stórliðum. Juventus, Inter, Barcelona, Man Utd, PSG og AC Milan. Hann spilaði eitt tímabil í MLS með LA Galaxy.

Hann spilaði 122 landsleiki og skoraði 62 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner