Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 04. júní 2024 15:41
Elvar Geir Magnússon
London
Ísak Bergmann fékk stóru spurninguna: Hvar spilar hann næsta tímabil?
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir æfingaleiki gegn Englandi og Hollandi. Fótbolti.net ræddi við Ísak Bergmann í bresku höfuðborginni í dag.

„Þetta verður örugglega skemmtilegt. Tveir gríðarlega erfiðir leikir. Þetta er spennandi, Wembley og Holland. Við getum bara farið 'all in' í þessa leiki. Það er enginn að búast við því að við vinnum þessi lið. Við ætlum að vinna í okkar varnarleik og sjá hvað gerist," segir Ísak Bergmann.

Vonast eftir því að vera áfram í Þýskalandi
Ísak var lánaður til Fortuna Dusseldorf í þýsku B-deildinni á þessu tímabili og liðið var grátlega nálægt því að komast upp. Eins og staðan er núna mun Ísak snúa aftur til FC Kaupmannahafnar en óvíst er með hvaða liði hann spilar á næsta tímabili.

Í viðtalinu var Ísak spurður að stóru spurningunni: Hvar mun hann spila næsta tímabil?

„Ekki hugmynd. Það er mjög óljóst núna. Fortuna er að gera allt til að virkja klásúluna sem rennur út eftir nokkra daga. Stuðningsmenn er að setja smá pressu á stjórnina. Ef það gerist ekki þá er ég orðinn leikmaður FCK aftur. Mig langar að vera áfram í Fortuna, mér líður ótrúlega vel í Þýskalandi og stóð mig vel. En þetta er ekki í mínum höndum."

Ísak tjáir sig um svekkelsið sem fylgdi því að Fortuna Dusseldorf hafi ekki náð að komast upp.
Athugasemdir
banner