Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. júlí 2020 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal með öflugan útisigur gegn Úlfunum
Saka fagnar marki sínu.
Saka fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Wolves 0 - 2 Arsenal
0-1 Bukayo Saka ('43 )
0-2 Alexandre Lacazette ('86 )

Arsenal gerði góða ferð á Molineux í Wolverhampton í dag og vann þar mjög öflugan útisigur gegn sterku liði.

Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka kom Arsenal yfir á markamínútunni rétt fyrir leikhlé. Saka skrifaði á dögunum undir nýjan samning og ákvað að fagna því með flottu marki.

Heimamenn fengu tækifæri til að jafna, en þeir nýttu ekki færin sín og fyrir það refsuðu lærisveinar Mikel Arteta. Alexandre Lacazette, sem er ekki vanur að skora mikið á útivelli, gerði út um leikinn eftir sendingu frá Joe Willock á 86. mínútu.

Lokatölur 2-0 fyrir Arsenal og virkilega flottur útisigur hjá þeim. Arsenal er í sjöunda sæti með 49 stig, þremur stigum á eftir Úlfunum sem eru í sjötta sæti.

Klukkan 19:00 hefst lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner