Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. júlí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frétt Mirror um Bruno og Pogba byggð á sandi?
Eru þeir klárir í bátana eða ekki?
Eru þeir klárir í bátana eða ekki?
Mynd: Getty Images
Í gær birti Mirror grein þess efnis að Bruno Fernandes og Paul Pogba hefðu lent í samstuði á æfingu Manchester United í gærkvöldi.

Í greininni segir að Fernandes hefði farið verr úr samstuðinu og að Pogba hefði óvart hlaupið á Bruno. Þurftu þeir báðir að hætta á æfingunni og fengu þeir að sögn Mirror aðhlynningu vegna meiðslanna.

Umsjónarmenn Twitter reikningsins MUFC Scoop telja að frétt Mirror sé byggð á falsfrétt SocceronSunday.



Vefmiðillinn StrettyNews sem er vísun í Stretford End, stúkuna þar sem hörðustu stuðningsmenn United sitja á Old Trafford, tekur undir MUFC Scoop.

Innherji StrettyNews á Old Trafford segir að stuðningsmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að Bruno og Pogba séu meiddir. Þá segir ennfremur að Soccer On Sunday sé síða sem ekki eigi að treysta jafnvel þó Mirror vísi aldrei í þá heimild í sínum fréttaflutningi.

Manchester United mætir Bournemouth klukkan 14:00 og klukkan 13:00 ætti að verða ljóst hvort Bruno og Pogba séu heilir heilsu eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner