Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. júlí 2020 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary Martin skorað sex mörk með fjórum liðum gegn Ólafsvíkingum
Lengjudeildin
Gary skorað með fjórum liðum gegn Ólafsvíkingum.
Gary skorað með fjórum liðum gegn Ólafsvíkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary John Martin er á enskunni svokallaður 'bogeyplayer' Ólafsvíkinga eins og bent var á á Twitter-reikningnum @Vikungurol í gærkvöldi.

Gary hefur skorað sex mörk í sex leikjum gegn Ólafsvíkum og það með fjórum mismunandi félögum.

Fyrsta markið kom gegn Ólsurum í 1. deildinni fyrir níu árum en þá lék Gary með ÍA. Lokatölur voru 0-1 fyrir Skagamenn. Annað markið kom árið 2013 í efstu deild þegar KR lagði Ólafsvíkinga 2-1. Mark Gary var jöfnunarmark KR í leiknum.

Næst skoraði Gary tvö mörk með Víkingi R. árið 2016 í efstu deild þegar Reykvíkingar sigruðu 2-0. Í gær skoraði Gary svo aftur tvö mörk í 2-0 sigri ÍBV í Lengjudeildinni.

Mörk Gary gegn Ólafsvíkingum koma alltaf í sigurleikjum. ÍBV er á toppi Lengjudeildarinnar ásamt Þór og Fram á meðan Ólsarar eru með þrjú stig eftir þrjár umferðir.

Sjá einnig:
Gary Martin: Jesús Kristur hann hitti myndavélina nokkrum sinnum


Athugasemdir
banner
banner
banner