Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. júlí 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson kemur De Gea til varnar: Á skilið annað tækifæri
David de Gea hefur þótt of mistækur á síðustu misserum.
David de Gea hefur þótt of mistækur á síðustu misserum.
Mynd: Getty Images
Dean Henderson, sem nú er á láni hjá Sheffield United, er af mörgum talinn framtíðarmarkvörður Manchester United.

Henderson hefur sjálfur sagst stefna að því að verða aðalmarkvörður United en hann hefur verið lánaður í burtu undanfarin ár þar sem spilamínútur hjá United eru af skornum skammti þegar samkeppnin er David de Gea sem Henderson segir hafa verið besta leikmann United síðustu níu ár.

„Stuðningsmenn verða að muna hvað De Gea hefur gert á síðustu níu árum - hann hefur verið stórkostlegur," sagði Henderson við TV3.

„Hann hefur líklega verið besti leikmaður United á því tímaskeiði. Hann ætti að fá annað tækifæri [frá stuðningsmönnum]."

„Ég er ungur og ég legg hart að mér. Ég er stuðningsmaður félagsins og ég vil spila fyrir það. Vonandi mun ég eiga feril hjá því eins og David hefur átt."


Henderson segir svo að hann horfi ekki til annars félags. „Ég held að það sjái það allir og viti að ég vil spila fyrir Man Utd og landsliðið. Mér líður eins og ég lendi alltaf á múrvegg, kannski mun ég fá tækifærið en kannski ekkiþ Þá mun ég horfa annað," sagði Henderson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner