Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 23:23
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: 17 ára skoraði sigurmark ÍR í blálokin
Mynd: ÍR
ÍR 3 - 2 Ægir
0-1 Dimitrije Cokic ('24 )
1-1 Jorgen Pettersen ('37 )
2-1 Bergvin Fannar Helgason ('52 )
2-2 Stefan Dabetic ('74 )
3-2 Óliver Elís Hlynsson ('90 )

ÍR batt enda á þriggja leikja taphrinu í kvöld er liðið vann Ægi, 3-2, í 2. deild karla á ÍR-vellinum.

Dimitrije Cokic kom nýliðum Ægis yfir á 24. mínútu áður en Jorgen Pettersen jafnaði þrettán mínútum síðar.

Bergvin Fannar Helgason kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Stefan Dabetic svaraði um stundarfjórðungi fyrir lok leiksins.

Hinn 17 ára gamli Óliver Elís Hlynsson gerði svo sigurmark ÍR-inga í blálokin og náði í fyrsta sigur liðsins síðan 18. júní. Þetta var fyrsta mark hans í deildinni í sumar.

Lokatölur 3-2 fyrir ÍR sem er í 6. sæti með 14 stig en Ægir í 3. sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner