Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júlí 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Þungu fargi létt af Leiknismönnum - Mistök Gunnars kostuðu FH sigurinn
Leiknismenn unnu sinn fyrsta leik í sumar
Leiknismenn unnu sinn fyrsta leik í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adolf Daði Birgisson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar
Adolf Daði Birgisson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon gerði mark FH
Steven Lennon gerði mark FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann fyrsta sigur sinn í Bestu deildinni í sumar er liðið lagði ÍA að velli, 1-0, á Domusnova vellinum í Breiðholti í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen bíður enn eftir fyrsta sigrinum í deild en FH-ingar gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Adolf Daði Birgisson jafnaði undir lok leiks.

Eiður Smári tók við FH-ingum á dögunum og gerði liðið 1-1 jafntefli við ÍA í fyrsta leik. Það var útlit fyrir að fyrsti sigurinn kæmi í höfn í kvöld en það varð ekki raunin.

Það voru heimamenn sem sköpuðu hættuna í fyrri hálfleiknum, en Baldur Logi Guðlaugson átti skot í hliðarnetið á 7. mínútu eftir að Björn Daníel Sverrisson þræddi hann í gegn.

FH-ingar pressuðu í byrjun síðari hálfleiks og uppskáru þeir mark eftir því. Steven Lennon skoraði þá eftir hornspyrnu. Kristinn Freyr Sigurðsson tók hornspyrnuna, boltinn fór af Birni Berg Bryde og á Björn Daníel, sem kom honum fyrir markið á Lennon og þaðan í netið.

Þegar lítið var eftir af leiknum jöfnuðu Stjörnumenn og það eftir skelfileg mistök frá Gunnari Nielsen, markverði FH. Stjarnan átti hornspyrnu sem kom inn í teiginn og ætlaði Gunnar að grípa knöttinn, en það vildi ekki betur en að hann missti boltann á Adolf Daða sem skoraði í autt markið.

FH-ingar fara svekktir heim með aðeins eitt stig í farteskinu en Ágúst Gylfason og hans menn eru eflaustir sáttir með stigið úr því sem komið var. Stjarnan er með 20 stig í 3. sæti en FH í 8. sæti með 10 stig.

Fyrsti sigur Leiknis

Leiknir náði þá í fyrsta sigur sinn í Bestu deildinni með því að vinna ÍA 1-0.

Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstaklega mikið fyrir augað. Bæði lið sköpuðu sér ágætis hálf færi. Viktor Freyr Sigurðsson, markvörður Leiknis, var vel á verði.

Skagamenn vildu vissulega fá vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum er Oliver Stefánsson féll í teignum en ekkert var dæmt.

Það voru Leiknismenn sem gerðu eina mark leiknis síðan á 65. mínútu. Mikkel Jacobsen gerði það. Eftir gott spil barst boltinn til Mikkel. Hann ætlaði að reyna sendingu inn fyrir á Birgi Baldvinsson en boltinn fór af Wout Droste og aftur til Mikkel sem skoraði.

Undir lok leiks færðist hiti í leikinn. Kaj Leo í Bartalstovu ýtti í Birgi Baldvinsson og uppskar rautt spjald og þá fékk Maciej Makuszewski, leikmaður Leiknis, í kjölfarið fyrir að fara í Kaj. Óþarfa dramatík svona á lokamínútunum.

Leiknismenn fara hins vegar sáttir að sofa í kvöld með fyrsta sigur sumarsins.

Leiknir er í 11. sæti deildarinnar með 7 stig, einu stigi frá ÍA.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir R. 1 - 0 ÍA
1-0 Mikkel Elbæk Jakobsen ('65 )
Rautt spjald: ,Kaj Leo Í Bartalstovu, ÍA ('94)Maciej Makuszewski, Leiknir R. ('95) Lestu um leikinn

FH 1 - 1 Stjarnan
1-0 Steven Lennon ('57 )
1-1 Adolf Daði Birgisson ('88 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner