Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. júlí 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
„Mín kenning er sú að Glódís geti spilað vel með öllum"
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir hafa náð rosalega vel saman í hjarta varnarinnar hjá íslenska landsliðinu undanfarna mánuði.

Í hlaðvarpi sem birtist fyrr í dag voru þær spurðar af hverju þær hefðu svona fljótt náð vel saman inn á vellinum.

„Mín kenning er sú að Glódís getur náð að spila vel með öllum. Hún er það mikill leiðtogi og talar mikið inn á vellinum; það er svo auðvelt að spila með henni. Ég held að það skipti engu máli hvort það sé ég eða einhver önnur,” sagði Guðrún.

„Með svona góðum leikmanni er þetta frekar auðvelt.”

Glódís segir að þær hugsi mjög svipað inn á vellinum. „Það er mjög þægilegt. Þú talar líka mjög mikið. Mér finnst við oft hugsa eins. Þegar við náum ekki að tala, þá samt einhvern veginn tökum við sömu ákvörðun. Sem er plús því kannski munum við ekki heyra vel í hvor annarri á EM. Þá skiptir máli að hafa spilað saman og vita hvernig hin hugsar.”

Var fengin til Rosengård í staðin fyrir Glódísi
Þegar Glódís yfigaf sænska félgið Rosengård í fyrra, þá var Guðrún fengin þangað í staðin fyrir hana.

„Ég er með íbúðina hennar, hjólið hennar, klefaplássið hennar. Ég tók ekki númerið hennar samt, ég fór í þristinn,” segir Guðrún sem hefur verið einn af bestu varnarmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu.

„Ég finn alveg að ég er búin að bæta mig, en að sama skapi varðandi þessa tölfræðiþætti að þá er ég að spila í það góðu liði með það góðum leikmönnum… það hjálpar. Mér finnst ég vera búin að bæta mig. Glódís sendi á mig þegar ég skrifaði hjá Rosengård: ‘Þú ert að fara að bæta þig, ég veit það’. Þetta er það gott umhverfi og það góðir leikmenn að það er varla annað hægt en að bæta sig.”

Hægt er að hlusta á allt hlaðvarpið í spilaranum hér að neðan.
Miðverðirnir fá sviðsljósið - Glódís og Guðrún í spjalli fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner