Adam Wharton er skotmark Real Madrid, Crystal Palace skoðar nokkra möguleika og AC Milan fylgist með Nathan Ake. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins. BBC tekur saman það helsta og pakkinn er í boði Powerade.
Real Madrid ætlar að berjast við Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United um Adam Wharton (21) miðjumann enska landsliðsins og Crystal Palace. (AS)
Crytal Palace er með nokkur skotmörk í janúar. Þar á meðal eru Sacha Boey (25) bakvörður Bayern, Joao Gomes (24) miðjumaður Wolves og Kevin Danois (21) miðjumaður Auxerre. (Mail)
AC Milan fylgist með stöðu mála hjá Nathan Ake (30). (Corriere dello Sport)
Chelsea er að setja saman 130 milljóna punda pakka svo Real Madrid samþykki sölu á Vinicius Jr. (25). (Fichajes)
Taty Castellanos (27) er á leið í læknisskoðun hjá West Ham en framherjinn kemur frá Lazio á 27 milljónir punda. (Talksport)
Tottenham fylgist með Maghnes Akliouche (23) vængmanni Mónakó. (Teamtalk)
Frankfurt er í viðræðum við Newcastle um möguleikann á því að fá William Osula (22) frá enska félaginu. (Plettenberg)
Oumar Marmoush (26) er á blaði Aston Villa og Tottenham en Egyptinn vill berjast fyrir stöðu sinni hjá Manchester City. (Football Insider)
Bournemouth berst við Fiorentina, Cagliari og Genoa um Marco Berscianini (25) miðjumann Atalanta. (Calciomercato)
Tottenham snýr sér að Oumar Solet (25) varnarmanni Udinese en Chelsea og Crystal Palace hafa líka áhuga. (Caught Offside)
Sunderland er tilbúið að losa Luke O'Nien (31) í þessum mánuði og Birmingham, Coventry og WBA hafa áhuga á enska varnarmanninum. (Chronicle)
Julio Soler (20) vinstri bakvörður Bournemouth gæti farið til Watford á láni. (Romano)
Barcelona skoðar 70 milljóna punda tilboð Sunderland í vængmanninn Fermin Lopez (22). (Fichajes)
Raheem Sterling (31) vill fara frá Chelsea og Newcastle hefur sýnt vængmanninum áhuga. (Football Insider)
Gary O'Neil, fyrrum stjóri Wolves, gæti tekið við starfi Liam Rosenior hjá Strasbourg. (Sky Sports)
Athugasemdir




