Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. júlí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky: Chelsea nálgast samkomulag um kaup á Sterling
Mynd: EPA
Chelsea og Manchester City eru í viðræðum um Raheem Sterling sem eru vel á veg komnar samkvæmt Sky Sports.

Chelsea vill kaupa Sterling og Thomas Tuchel, stjóri liðsins, vill auka við breiddina í sóknarlínunni.

Heimildamaður Sky Sports segir að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi um kaupverð en annar aðili segir að talsvert muni á milli í þeim viðræðum.

Sterling vill fá hærri laun hjá Chelsea en hann er með hjá City. Hann er með um 200 þúsund pund í vikulaun hjá City.

Hann er 27 ára gamall og hefur verið hjá City frá árinu 2015 en hann kom þangað frá Liverpool. Í 225 deildarleikjum hefur hann skorað 91 mark. Í 77 landsleikjum fyrir England hefur hann skorað nítján mörk.

City er sagt vilja fá um 50 milljónir punda fyrir Sterling sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner