Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 04. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kári Daníel Alexandersson (Valur/Njarðvík)
Kári í leik gegn Selfossi.
Kári í leik gegn Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Hulda Margrét
Guðmundur Tyrfingsson.
Guðmundur Tyrfingsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grímur Ingi Jakobsson.
Grímur Ingi Jakobsson.
Mynd: Hulda Margrét
Alex Bergmann Arnarsson.
Alex Bergmann Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Daníel er samningsbundinn Val en er á láni hjá Njarðvík út þessa leiktíð. Kári hefur leikið alla tíu leiki Njarðvíkur í sumar, liðið leikur í 2. deild. Hann hefur skorað eitt mark í deildinni í átta leikjum.

Kári er unglingalandsliðsmaður og hefur leikið sex leiki með U17 til þessa og bar fyrirliðabandið í lokaleik liðsins á æfingamóti í Hvíta-Rússlandi í janúar. Kári sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Kári Daníel Alexandersson.

Gælunafn: Margir byrjaðir að kalla mig KD.

Aldur: 16 ára.

Hjúskaparstaða: Lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Janúar 2019 minnir mig þegar ég var 15 ára.

Uppáhalds drykkur: Collab.

Uppáhalds matsölustaður: Fæ mér oftast Serrano þessa daganna.

Hvernig bíl áttu: Er ekki ennþá byrjaður á bílprófinu.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Top Boy.

Uppáhalds tónlistarmaður: Pop Smoke og SL.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hlæ mikið af Steinda Jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindber, Nutella og snickers.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Confirmation code: 123294

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Gæti aldrei spilað fyrir KR.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Patrick Pedersen hefur nokkrum sinnum farið illa með mig.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir en ég myndi velja Harald Hróðmars og Heimi Guðjóns.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Orri Steinn Óskarsson, það getur verið óþolandi að dekka félagann.

Sætasti sigurinn: Ég man mjög vel eftir því þegar við Valsstrákarnir unnum Olís mótið í 5. flokki. Það var mjög sætt.

Mestu vonbrigðin: Þegar við komumst ekki eins langt og við vildum í undankeppni EM með U17 í fyrra og þegar ég tapaði á Laugardalsvellinum í úrslitum Rey Cup í 4 flokki.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Grím Inga Jakobsson úr Gróttu. Við erum klikkað duo.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Nökkvi Hlynsson er með gæði.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Er með smá crush á Guðmund Tyrfingsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi er með mestu gæðin.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Alex Bergmann Arnarsson er hrikalegur og ekkert eðlilega myndalegur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Origo völlurinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég var pirraður eftir að hitt liðið skoraði svo ég negldi boltanum í stöngina og fékk hann til baka í andlitið.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á símanum og set hann í hleðslu.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist stundum með NBA.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hef alltaf og mun alltaf vera lélegur í dönsku.

Vandræðalegasta augnablik: Ekki mikið sem mig dettur í hug en nýliðavíxlunin hjá Val var frekar vandræðaleg.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka Orra Stein og Grím Inga til þess að passa upp á Orra. Svo myndi vera veisla að fá Dejan Lovren með okkur því mig hefur alltaf langað að vera með þeim meistara.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er hálfur Þjóðverji.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gumundur Tyrfingsson, ég hataði hann í yngri flokkum eftir að hann vann mig 4-0 í úrslitaleik Rey Cup en eftir að hafa kynnst honum í landsliðinu fattaði ég að hann væri toppmaður og alvöru teammate.

Hverju laugstu síðast: Ég sagði vini mínum að klippingin hans hafi verið flott.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ég hata upphitun og hlaup án bolta er klárlega það leiðinlegasta sem ég geri á æfingum.

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner