Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. ágúst 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Er þetta fallegasta mark í sögu efstu deildar karla?
Markið er síðan 1996 en það má áætla að þessi mynd hafi verið tekin tíu árum síðar
Markið er síðan 1996 en það má áætla að þessi mynd hafi verið tekin tíu árum síðar
Mynd: Úr einkasafni
Íþróttasíða RÚV á Twitter gróf upp afar skemmtilegt myndband af einu flottasta marki í sögu efstu deildar karla en það gerði Einar Þór Daníelsson í leik KR og Stjörnunnar árið 1996.

Einar Þór er goðsögn hjá KR-ingum. Þar vann hann deildina fjórum sinnum og bikarinn þrisvar.

Hann lék einnig með Grindavík, ÍBV og Gróttu á Íslandi en erlendis spilaði hann fyrir Stoke City, Gent, Lilleström, FSV Zwickau og OFI Crete.

RÚV fór í tímavélina og fann mark sem hann skoraði í 4-1 sigri á Stjörnunni árið 1996 og birti á Twitter en það er deilt um hvort þetta sé hreinlega ekki fallegasta mark efstu deildar frá upphafi.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner