Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 04. ágúst 2022 10:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn tekur ekki við Norrköping
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, mun ekki taka við stjórn sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping.

Staðarblaðið NT greinir frá því að hinn danski Glen Riddersholm sé kominn langt í viðræðum um að taka við sem næsti stjóri Norrköping.

Óskar Hrafn hefur verið mest orðaður við starfið ásamt Daniel Bäckström, þjálfara Sirius.

En Óskar mun ekki taka við starfinu. Hann sagði í gær að hann hefði einu sinni heyrt í Norrköping en meira hafi það ekki verið. Hugur hans væri hjá Breiðabliki núna.

Riddersholm stýrði Midtjylland til sigurs í dönsku úrvalsdeildinni árið 2015 og vann hann danska bikarmeistaratitilinn með SönderjyskE árið 2020. Síðast var hann aðstoðarstjóri Genk í Belgíu.

Norrköping er sem stendur í tólfta sæti sænsku deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki. Í liðinu eru þrír Íslendingar: Andri Lucas Guðjohnsen, Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson. Mögulega er sá fjórði á leiðinni því Arnór Ingvi Traustason hefur verið sterklega orðaður við félagið.
Athugasemdir
banner
banner