Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 04. ágúst 2024 16:30
Sölvi Haraldsson
Íslendingarnir í Kortrijk unnu - FCK missteig sig

Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk, stýrði sínum mönnum til sigurs í dag í 2-1 sigri á Cercle Brugge. Patrik Sigurður Gunnarsson, markmaður Kortrijk, spilaði allan leikinn á milli stanganna.

Þetta er fyrsti deildarsigur Kortrijk á þessu tímabili en þetta var annar deildarleikur þeirra á þessari leiktíð. Staðan var 1-1 í hálfleik en Mampassi skoraði sigurmarkið á 68. mínútu leiksins.


Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK, spilaði allan leikinn gegn Randers í dag en sá leikur fór 1-1. Randers tóku forystuna snemma leiks en skömmu síðar fengu þeir að líta rauða spjaldið.

Kaupmannahafnabúar náðu að nýta liðsmuninn í seinni hálfleik að einhverju leyti. Þeir jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik en ekki kom sigurmarkið sem þeir leituðu af í lokin.

Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum í dag. Bermudamaðurinn Nathan Trott stóð vaktina milli stanganna í staðinn.

Þorri Þórisson kom þá inn á í 2-0 tapi Öster á IK Brage í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner