Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 07:00
Sölvi Haraldsson
Gallagher fer til Atletico Madrid á 40 milljónir
Atletico Madrid eru að kaupa Gallagher á 40 milljónir evra.
Atletico Madrid eru að kaupa Gallagher á 40 milljónir evra.
Mynd: EPA

Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, hefur verið harðlega orðaður við Atletico Madrid upp á síðkastið en liðin eru að komast að samkomulagi um kaupverðið á honum.


Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því á X-inu að Chelsea muni fá 40 milljónir evra fyrir miðjumanninn. 

Bæði Chelsea og Atletico Madrid eru að vinna hörðum höndum að klára félagsskiptin en það á enn eftir að fínpússa nokkur smáatriði. 

Félögin eru vongóð um að félagsskiptin muni gangi í gegn fljótlega.

Gallagher hefur spilað 95 leiki og skorað í þeim 10 mörk í öllum keppnum fyrir Chelsea. Hann var kominn með fyrirliðabandið á seinustu leiktíð í fjarveru Reece James sem var meira og minna meiddur í fyrra.

Englendingurinn hefur lengi verið á óskalista Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner