Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 20:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Atletico hraunuðu yfir Joao Felix
Mynd: Getty Images

Joao Felix er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Atletico Madrid en þeir létu hann heyra það þegar hann skoraði í 3-1 sigri gegn Getafe í æfingaleik í gær.


Felix lenti upp á kant við Diego Simeone, stjóra liðsins, og hefur verið á láni frá liðinu undanfarin tvö tímabil, fyrst hjá Chelsea og svo hjá Barcelona.

Hann skoraði annað mark liðsins og í kjölfarið sungu nokkrir stuðningsmenn liðsins ljóta söngva til hans.

Útlit er fyrir að hann sé í áætlunum Simone á næstu leiktíð þangað til annað kemur í ljós. Hann hefur verið valinn í æfingahóp liðsins sem heldur til Hong Kong og mætir þar heimamönnum í Kitchee á miðvikudag. Undirbúningstímabilinu hjá Atletico lýkur síðan í Svíþjóð þar sem liðið mætir Juventus á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner