Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
‚Treysta vegferðinni? Vinnið fótboltaleiki!‘
Kris Boyd hefur litla þolinmæði fyrir vegferð Clement.
Kris Boyd hefur litla þolinmæði fyrir vegferð Clement.
Mynd: Getty Images

Kris Boyd, fyrrum leikmaður Rangers, var allt annað en sáttur með Philipe Clement á Sky Sports í gær eftir 0-0 jafntefli Rangers við Hearts í opnunarleik skosku úrvalsdeildarinnar.


Clement, stjóri Rangers, sagði það í vikunni þegar hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við skoska stórveldið að hann þyrfti tíma. Hann bað um þolinmæði frá stuðningsfólkinu.

Kris Boyd hefur litla þolinmæði fyrir einhverri langri vegferð og langar að sjá liðið fara að vinna fótboltaleiki.

Þjálfarinn er að biðja um þolinmæði og tíma. Hann fær ekki þennan tíma. Treysta vegferðinni? Vinnið fótboltaleiki!‘ sagði Boyd og hélt svo áfram.

Hann verður að fara að vinna fótboltaleiki en þetta verður bara erfiðara fyrir Rangers í komandi leikjum.‘ 

Kris talar um næstu leiki Rangers. Næsti leikur Rangers er í vikunni gegn Dynamo Kyiv á útivelli, um er að ræða umspilsleik fyrir Meistaradeildarsæti á komandi tímabili.

Fyrrum leikmaður Rangers ræðir líka um undirbúningstímabilið sem var lélegt hjá Rangers og öll spurningarmerkin sem komu upp í sumar. Hann segir að ástandið á félaginu sé miklu verra en fólk gerir sig von á.


Athugasemdir
banner
banner
banner