Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Szczesny: Ég er besti markvörður sögunnar
Szczesny hélt Alisson á bekknum.
Szczesny hélt Alisson á bekknum.
Mynd: Getty Images
Wojciech Szczesny, markvörður Juventus, er þekktur fyrir að vera hress einstaklingur og er alltaf stutt í húmorinn hjá honum.

Szczesny braust fyrst fram á stóra sviðið með Arsenal en þótti ekki nægilega góður til að halda byrjunarliðssæti. Undir lok tíma sins hjá Arsenal var hann lánaður til Roma

Hjá Roma tókst honum að halda Alisson Becker á bekknum heilt tímabil. Frammistöður Szczesny í höfuðborginni vöktu athygli og enduðu Ítalíumeistarar Juventus á að klófesta hann fyrir um 15 milljónir evra.

Hjá Juve hafði Szczesny betur í harðri byrjunarliðsbaráttu við Gianluigi Buffon og Mattia Perin. Hann var laufléttur í viðtali í landsleikjahléi með Póllandi í vikunni.

„Hjá Roma hélt ég besta markverði heims á bekknum. Hjá Juventus hélt ég besta markverði sögunnar á bekknum. Þar af leiðandi er ég besti markvörður heims og sögunnar. Ef Fabianski hendir mér á bekkinn fyrir næsta leik þá verður hann bestur."

Lukasz Fabianski gæti byrjað næsta landsleik sem er á útivelli gegn Slóveníu. Pólland er búið með fjóra leiki í undankeppni fyrir EM 2020 og hafa markverðirnir spilað tvo leiki hvor, haldandi markinu hreinu allan tímann.
Athugasemdir
banner
banner