Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   lau 04. október 2014 16:29
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ekki grænan grun um hvort ég haldi áfram
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Við vorum merkilega stutt frá þessu," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-0 sigur á Val í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en sigurinn þýðir að liðið var einungis þremur stigum frá Evrópusæti.

,,Við eyðilögðum þetta sjálfir á Akureyri um síðustu helgi. Breiðablik lærir vonandi af því og kemur vonandi sterkari að ári í þessa baráttu."

Guðmundur tók við Blikum í júní þegar Ólafur Kristjánsson tók við Nordsjælland í Danmörku.

,,Úr því sem komið er þá er ég ánægður með hvernig til tókst með hópinn," sagði Guðmundur en óvíst er hvort hann haldi áfram sem þjálfari Blika.

,,Ég hef ekki grænan grun. Það kemur betur í ljós á næstu dögum," sagði Guðmundur en vill hann halda áfram með Blika?

,,Ég ætla ekki að tjá mig um það. Það er svo margt sem gengur á utan vallar að það er best að segja sem minnst."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner