Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   lau 04. október 2014 16:29
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ekki grænan grun um hvort ég haldi áfram
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Við vorum merkilega stutt frá þessu," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 3-0 sigur á Val í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag en sigurinn þýðir að liðið var einungis þremur stigum frá Evrópusæti.

,,Við eyðilögðum þetta sjálfir á Akureyri um síðustu helgi. Breiðablik lærir vonandi af því og kemur vonandi sterkari að ári í þessa baráttu."

Guðmundur tók við Blikum í júní þegar Ólafur Kristjánsson tók við Nordsjælland í Danmörku.

,,Úr því sem komið er þá er ég ánægður með hvernig til tókst með hópinn," sagði Guðmundur en óvíst er hvort hann haldi áfram sem þjálfari Blika.

,,Ég hef ekki grænan grun. Það kemur betur í ljós á næstu dögum," sagði Guðmundur en vill hann halda áfram með Blika?

,,Ég ætla ekki að tjá mig um það. Það er svo margt sem gengur á utan vallar að það er best að segja sem minnst."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner