fös 04. október 2019 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hendrickx skoraði úr vítaspyrnu í Íslendingaslag í Belgíu
Jonathan Hendrickx.
Jonathan Hendrickx.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson kom inn á í stöðunni 3-0.
Elías Már Ómarsson kom inn á í stöðunni 3-0.
Mynd: Getty Images
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliðinu hjá Lommel í belgísku B-deildinni er liðið náði í sigur í Íslendingaslag gegn KSV Roeselare.

Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður Breiðabliks og FH, var á skotskónum, en hann gerði mark úr vítaspyrnu.

Kolbeinn og Jonathan spiluðu báðar allan leikinn og fengu þeir báðir gult spjald í seinni hálfleiknum. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Lommel.

Stefán Gíslason er þjálfari Lommel, sem fer upp fyrir Lokeren í sjötta sæti deildarinnar. Lommel var að vinna sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu og er núna með sjö stig eftir níu leiki. Arnar Grétarsson stýrir Roeselare, sem er á botni deildarinnar með tvö stig.

Sjá einnig:
Arnar fékk 16 nýja leikmenn rétt fyrir gluggalok

Elías kom inn á en Böddi var ónotaður varamaður
Í Hollandi kom Elías Már Ómarsson inn á sem varamaður þegar Excelsior tapaði stórt gegn Cambuur í hollensku B-deildinni. Elías var settur inn á völlinn á 75. mínútu, þá var staðan 3-0.

Elías hefur aðeins byrjað tvo leiki á þessu tímabili, en hann skoraði sjö mörk á síðustu leiktíð er Excelsior féll úr hollensku úrvalsdeildinni.

Excelsior er í sjötta sæti hollensku B-deildarinnar með 16 stig eftir níu leiki spilaða.

Í Póllandi fékk Böðvar Böðvarsson ekkert að spila með Jagiellonia Bialystok. Hann sat allan tímann á bekknum í jafntefli gegn Slask Wroclaw.

Böddi hefur spilað tvo af fyrstu 11 leikjum tímabilsins fyrir Jagiellonia sem er í sjötta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner