Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 04. október 2020 20:06
Lovísa Falsdóttir
Gunnar Magnús: Það sauð svolítið á okkur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Mynd: Þorsteinn Gunnarsson
Gunnar Már Jónsson, þjálfari Keflavíkurkvenna var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Gróttu í dag í Pepsi Max fögnuðinum á Nettó vellinum.

''Skrítið að spila svona leiki, þar sem það er í rauninni ekkert undir nema bara að enda tímabilið með stæl.''

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Gunnar á ekki von á öðru en að fylgja stelpunum upp í Pepsi Max deildina þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samning. Keflavíkurkonur féllu niður úr Pepsi deildinni fyrir ári síðan undir stjórn Gunnars. ''Vonandi höfum við lært eitthvað aðeins af því. Við nýtum þá reynslu til að koma enn sterkari en síðast þegar við komum upp og viljum að sjálfsögðu festa okkur í sessi þar.''

Aðspurður hvort hann komi til með að nota Sveindísi Jane á næsta tímabili, þar sem hún er samningsbundin Keflavík út árið 2021 segir hann: ''Hún er búin að vera frábær í sumar og hún er Keflvíkingur alveg í gegn en við komum til með að hugsa hvað er henni fyrir bestu, eins og við höfum alltaf gert.''

''Eigum við að fara út í það eitthvað?'' segir hann svo og hlær þegar hann er spurður út í ummæli Steina Halldórs, þjálfara Sveindísar Jane í Breiðablik. Hann hafði orð á því á dögunum að Sveindís Jane hefði átt að fara fyrr í betra prógram en hjá Keflavík. ''Það sauð svolítið á okkur, að hann skyldi skella þessu svona fram.'' segir hann og talar um metnaðinn sem hefur verið lagt í uppbyggingu á leikmönnum í Keflavík undanfarin ár.

Gunnar fer nánar út í það í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner