Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   sun 04. október 2020 21:38
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Valsmenn með gæði og refsa
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu
Mynd: Raggi Óla
„Þetta var mjög erfitt, það er alltaf erfitt að tapa 6-0, sem betur fer gerir maður það ekki á hverjum degi, við gáfum þeim þetta auðveldlega fannst mér. Þegar þeir skoruðu fyrsta markið áttum við að vera búnir að skora tvö en Valsmenn eru með gæði og refsa, þegar þeir finna smjörþefin af mörkum, þá nýta þeir sér það." voru fyrstu viðbrögð Ágúst Gylfasonar þjálfara Gróttu.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Grótta

Gróttumenn byrjuðu leikinn gríðarlega vel og hefðu mátt komast yfir í leiknum en síðan sýna Valsmenn gæði sín og kláruðu leikinn í fyrri hálfleiknum.

„Það var mikill kraftur allan leikinn, við slökum á í nokkur móment, ég mundi segja sex móment og þeir skora sex mörk."

Hvernig horfir framhaldið við Ágústi Gylfasyni.

„Erfitt auðvitað og við þurfum að koma einbeittir í það og gefa allt í þessa leiki sem eftir eru. Smá landsleikjapása núna og ég vona að Íslenskaliðið komist áfram og spili úrslitaleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir