Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Bayern bætti met Real Madrid frá 2017 - Án taps í 31 leik í riðlakeppninni
Mynd: EPA
Þýska liðið Bayern München vann Viktoria Plzen, 5-0, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið hefur nú bætt eftirsótt met Real Madrid frá 2017.

Real Madrid spilaði 30 leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá 2012 til 2017 án þess að tapa.

Það er eitt besta lið í sögu Meistaradeildarinnar en nú hefur Bayern bætt það met.

Sigurinn á Plzen í kvöld þýðir að Bayern hefur spilað 31 leik frá 2017 án þess að tapa. Liðið hefur unnið 28 og gert þrjú jafntefli í riðlakeppninni á þessum fimm árum.

Bayern hefur unnið alla leiki sína í riðlakeppninni á þessu tímabili og er á toppnum í C-riðlinum.




Athugasemdir
banner