Þýska liðið Bayern München vann Viktoria Plzen, 5-0, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið hefur nú bætt eftirsótt met Real Madrid frá 2017.
                
                
                                    Real Madrid spilaði 30 leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá 2012 til 2017 án þess að tapa.
Það er eitt besta lið í sögu Meistaradeildarinnar en nú hefur Bayern bætt það met.
Sigurinn á Plzen í kvöld þýðir að Bayern hefur spilað 31 leik frá 2017 án þess að tapa. Liðið hefur unnið 28 og gert þrjú jafntefli í riðlakeppninni á þessum fimm árum.
Bayern hefur unnið alla leiki sína í riðlakeppninni á þessu tímabili og er á toppnum í C-riðlinum.
31- @FCBayernEN are unbeaten in 31 group matches in the #UCL setting a new record in the competition. Bayern have also won their last 10 group matches, with no team ever winning more consecutive group games in the #UCL (incl. 2nd group stage). Invincibles. #FCBPLZ pic.twitter.com/AZBaMxoOt9
— OptaFranz (@OptaFranz) October 4, 2022
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

