Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 04. október 2023 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas snýr aftur - Age ánægður með þróunina síðan í sumar
watermark Andri Lucas snýr aftur í A-landsliðið.
Andri Lucas snýr aftur í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er kominn aftur í A-landsliðshópinn eftir að hafa spilað frábærlega með Lyngby í Danmörku upp á síðkastið.

Andri Lucas hefur skorað í fimm leikjum í röð ef horft er í U21 landsliðið með og alls sjö mörk í síðustu sjö leikjum. Hann hefur verið sjóðandi heitur eftir að hafa fengið félagaskipti til Lyngby frá Norrköping í Svíþjóð.

   04.10.2023 10:38
Landsliðshópurinn: Gylfi valinn (Staðfest) - Aron í hópnum

Landsliðshópurinn fyrir leiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein var tilkynntur í dag en Andri kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa verið í U21 landsliðinu síðast.

„Ég talaði við Andra Lucas fyrir leikina í júní. Hann var þá hjá Norrköping sem var að fara að spila gegn Malmö. Ég talaði við Andra þá og sagði við hann að hann þyrfti að spila, hann væri ungur leikmaður sem þyrfti að þróa sig áfram. Hann þarf að fá mínútur til að þróast sem sóknarmaður," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur staðið sig mjög vel með Lyngby. Hann er að spila mikið og er að skora mörk. Hann er klassískur 'target-senter' og er góður í að klára færi. Hann hefur þróast vel núna og á skilið að vera í hópnum út af frammistöðu sinni."

Hareide sagði að hann hefði séð Andra spila með U21 landsliðinu í síðasta mánuði og var hann ánægður með hann þar líka.

„Ég er mjög ánægður með Andra."

   02.10.2023 22:24
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner