Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 02. október 2023 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinsvéum
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Hvort verður Andri í A-landsliðinu eða U21 í næsta verkefni?
Hvort verður Andri í A-landsliðinu eða U21 í næsta verkefni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var helvíti góð, þetta var erfiður leikur, ekki sá fallegasti, en ótrúlega góð tilfinning að geta tekið þrjú stig héðan," sagði Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Lyngby, eftir sigur liðsins gegn OB í dönsku Superliga í kvöld.

Andri skoraði seinna mark Lyngby í leiknum en hetja liðsins var þó Mads Kikkenborg í markinu.

„Hann var ótrúlega góður, 2-3 dauðafæri þar sem maður var nánast búinn að sætta sig við að þeir væru búnir að skora. Hann stóð sig bara frábærlega, það er mikið honum að þakka að við höfum náð að vinna í dag."

Andri hefur skorað í fimm leikjum í röð ef horft er í U21 landsliðið með og alls sjö mörk í síðustu sjö leikjum. Líður honum bara þannig að hann sé alltaf að fara skora þegar hann stígur inn á fótboltavöll?

„Nei, ekkert endilega. Ég tek bara eitt skref í einu, komum hingað til að taka þrjú stig og að geta skorað er bara bónus. Auðvitað þegar við komum okkur í skyndisókn, eins og við gerum svo ótrúlega vel hérna í Lyngby, þá reyni ég alltaf að vera klár inni í teig."

Er bara allt inni þessa dagana, líka á æfingasvæðinu?

„Já, pínu, maður er kannski ekki að svekkja sig jafnmikið þegar maður klúðrar. Það er frábært að fá sjálfstraust og skora. Það gengur bara vel."

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sagði í viðtali í síðustu viku að Lyngby væri að vinna í því að kaupa Andra frá Norrköping en hann er hjá danska félaginu á láni frá því sænska.

„Það eru góðar fréttir þannig séð, og geggjað að þeir vilji halda í mig. Mér líður náttúrulega frábærlega hérna, frábær klúbbur. Þetta er eitthvað sem ég þarf að fara yfir með fjölskyldu og umboðsmanni."

Eru síðustu vikur þær bestu á atvinnumannaferlinum?

„Já, ábyggilega, nema kannski þegar maður skoraði fyrstu mörkin með landsliðinu. Það var líka helvíti gaman. Þetta er frábært."

Andri kom boltanum í netið í stöðunni 0-0 en markið var dæmt af.

„Ég hélt allavega að ég væri búinn að skora í fyrri hálfleik, markmaðurinn kemur með svolítið lélega sendingu og við komum okkur í dauðafæri. Ég næ að skora, en því miður var Tochi (Chukwuani) kominn fyrir framan markmanninn og var rangstæður."

„Nei nei, ég var bara hissa. Ég hélt ég væri búinn að skora en dómarinn dæmdi rangstöðu. Ég var ekkert fúll út í hann, bara upp með hausinn og það var nóg eftir. Við unnum og ég skoraði, þannig ég get ekki verið eitthvað mikið pirraður."


Tochi átti sendinguna, ef sendingu skal kalla, í marki Andra í seinni hálfleik.

„Ég hugsa að þetta hafi átt að fara á markið hjá honum, en ég var bara réttur maður á réttum stað og næ að skora," sagði Andri.

Í viðtalinu var hann spurður út í hvort hann byggist við kallinu í A-landsliðið. Landsliðshópurinn verður opinberaður á miðvikudag.
   02.10.2023 21:52
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu

   02.10.2023 21:03
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum

   02.10.2023 20:38
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig

Athugasemdir