Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Kjartan Kári sér ekki eftir neinu: Ég allavega reyndi
Láki í nýju ævintýri í Portúgal: Þurfti að hrökkva eða stökkva
Magnús Örn Helgason: Töfrarnir vinna leikina fyrir þig
Jói Berg: Þetta er taktíkin sem við þurfum að nota
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Sverrir Ingi: Helvíti góður séns ef þú ert tveimur leikjum frá því að komast á Evrópumót
Hákon Rafn: Samkeppni í öllum stöðum og best að það sé þannig
Age Hareide: Held að formúlan sé fundin
Láki rýnir í landsleikinn: Síðasti leikur áfall fyrir alla
Steini: Kom ekki nálægt því að leikmenn yrðu ófrískar
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
   mán 02. október 2023 22:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óðinsvéum
Sjóðheitur Andri Lucas: Þarf að fara yfir það með fjölskyldu og umboðsmanni
Sjóðheitur þessa dagana.
Sjóðheitur þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Sjö mörk í síðustu sjö leikjum.
Sjö mörk í síðustu sjö leikjum.
Mynd: Getty Images
Tochi Chukwuani.
Tochi Chukwuani.
Mynd: Getty Images
Hvort verður Andri í A-landsliðinu eða U21 í næsta verkefni?
Hvort verður Andri í A-landsliðinu eða U21 í næsta verkefni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var helvíti góð, þetta var erfiður leikur, ekki sá fallegasti, en ótrúlega góð tilfinning að geta tekið þrjú stig héðan," sagði Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Lyngby, eftir sigur liðsins gegn OB í dönsku Superliga í kvöld.

Andri skoraði seinna mark Lyngby í leiknum en hetja liðsins var þó Mads Kikkenborg í markinu.

„Hann var ótrúlega góður, 2-3 dauðafæri þar sem maður var nánast búinn að sætta sig við að þeir væru búnir að skora. Hann stóð sig bara frábærlega, það er mikið honum að þakka að við höfum náð að vinna í dag."

Andri hefur skorað í fimm leikjum í röð ef horft er í U21 landsliðið með og alls sjö mörk í síðustu sjö leikjum. Líður honum bara þannig að hann sé alltaf að fara skora þegar hann stígur inn á fótboltavöll?

„Nei, ekkert endilega. Ég tek bara eitt skref í einu, komum hingað til að taka þrjú stig og að geta skorað er bara bónus. Auðvitað þegar við komum okkur í skyndisókn, eins og við gerum svo ótrúlega vel hérna í Lyngby, þá reyni ég alltaf að vera klár inni í teig."

Er bara allt inni þessa dagana, líka á æfingasvæðinu?

„Já, pínu, maður er kannski ekki að svekkja sig jafnmikið þegar maður klúðrar. Það er frábært að fá sjálfstraust og skora. Það gengur bara vel."

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, sagði í viðtali í síðustu viku að Lyngby væri að vinna í því að kaupa Andra frá Norrköping en hann er hjá danska félaginu á láni frá því sænska.

„Það eru góðar fréttir þannig séð, og geggjað að þeir vilji halda í mig. Mér líður náttúrulega frábærlega hérna, frábær klúbbur. Þetta er eitthvað sem ég þarf að fara yfir með fjölskyldu og umboðsmanni."

Eru síðustu vikur þær bestu á atvinnumannaferlinum?

„Já, ábyggilega, nema kannski þegar maður skoraði fyrstu mörkin með landsliðinu. Það var líka helvíti gaman. Þetta er frábært."

Andri kom boltanum í netið í stöðunni 0-0 en markið var dæmt af.

„Ég hélt allavega að ég væri búinn að skora í fyrri hálfleik, markmaðurinn kemur með svolítið lélega sendingu og við komum okkur í dauðafæri. Ég næ að skora, en því miður var Tochi (Chukwuani) kominn fyrir framan markmanninn og var rangstæður."

„Nei nei, ég var bara hissa. Ég hélt ég væri búinn að skora en dómarinn dæmdi rangstöðu. Ég var ekkert fúll út í hann, bara upp með hausinn og það var nóg eftir. Við unnum og ég skoraði, þannig ég get ekki verið eitthvað mikið pirraður."


Tochi átti sendinguna, ef sendingu skal kalla, í marki Andra í seinni hálfleik.

„Ég hugsa að þetta hafi átt að fara á markið hjá honum, en ég var bara réttur maður á réttum stað og næ að skora," sagði Andri.

Í viðtalinu var hann spurður út í hvort hann byggist við kallinu í A-landsliðið. Landsliðshópurinn verður opinberaður á miðvikudag.
   02.10.2023 21:52
Sævar Atli: Hann á eftir að fara í topp þrjú deild í Evrópu

   02.10.2023 21:03
Freysi um Gylfa: Ætla að leyfa Age að tilkynna hvort hann verði í hópnum

   02.10.2023 20:38
Kolbeinn Finns: Að hafa Freysa sem þjálfara er ótrúlega gott fyrir mig

Athugasemdir
banner
banner
banner