Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City er gríðarlega ánægður með nýjan varnarmann sinn, hinn króatíska Josko Gvardiol.
Man City borgaði um 90 milljónir evra til að kaupa Gvardiol frá RB Leipzig og er Guardiola yfir sig hrifinn af leikmanninum.
„Man City gerði virkilega vel að krækja í Josko Gvardiol," sagði Pep. „Hann fékk ekki mikinn tíma til að æfa með okkur en við erum virkilega hrifnir af honum.
„Þetta er leikmaður sem getur spilað sem miðvörður, vinstri bakvörður og miðjumaður. Hann getur haft gríðarleg áhrif.
„Við erum yfir okkur hrifnir af honum, jafnt innan sem utan vallar."
Gvardiol er 21 árs gamall og á 23 landsleiki að baki fyrir Króatíu. Hann hefur spilað sjö leiki frá komu sinni til Man CIty.
Athugasemdir