Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 04. október 2023 12:17
Elvar Geir Magnússon
Starf Ten Hag ekki í hættu
Erk ten Hag, stjóri Manchester United.
Erk ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Staða Erik ten Hag hjá Manchester United er ekki í hættu og honum er enn treyst til að stýra liðinu til langs tíma. Guardian segir að staða stjórans sé ekki til umræðu hjá æðstu mönnum félagsins.

Þrátt fyrir afleitt gengi, sex tapleiki af síðustu tíu, þá er Hollendingurinn með traust þeirra sem ráða málum á Old Trafford. Þeir líta á hann sem rétta manninn til að leiða liðið.

Ten Hag hefur aldrei notað meiðsli sem afsökun fyrir slöku gengi en stjórnendur félagsins gera sér grein fyrir því að hann hefur verið í erfiðri stöðu með marga á meiðslalistanum.

Til dæmis eru þrír vinstri bakverðir meiddir og miðjumaðurinn Sofyan Amrabat látinn leysa stöðuna í síðustu leikjum.

United heimsækir Brentford á laugardaginn, í síðasta leik sínum fyrir landsleikjagluggann. United er með níu stig úr sjö leikjum, níu stigum frá toppnum og sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Ert þú búin/n að mæta á leik í Bestu deildunum það sem af er tímabili?
Athugasemdir
banner
banner