Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
   mið 04. október 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trippier spenntur að mæta Mbappé: Sonur minn er heltekinn af honum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Kieran Trippier er lykilmaður í sterku liði Newcastle United og bíður hans verðugt verkefni í kvöld þegar Frakklandsmeistarar PSG kíkja í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Trippier fær að dekka einn af bestu leikmönnum heims þegar liðin mætast, enda eru allar líkur á að Kylian Mbappé verði á sínum stað úti á vinstri kanti hjá PSG.

„Sonur minn er heltekinn af honum (Mbappe). Hann gerir lítið annað en að horfa á klippur af honum á YouTube," sagði Trippier um Jacob Trippier, sex ára son sinn.

„Ég var ekki sáttur þegar Jacob sagðist vilja ganga með Mbappe út á völlinn frekar en mér. Ég sagði við hann: 'Ef þú færð að ganga með Mbappe út á völlinn þá máttu ekki horfa í áttina að mér í göngunum!'"

Newcastle mætir inn í þennan leik eftir fimm leiki í röð án taps í öllum keppnum. Þar á meðal eru fjórir sigrar, einn gegn Manchester City, og er markatalan 12-0. Eina jafnteflið kom á útivelli gegn AC Milan, í fyrsta leik Newcastle í Meistaradeildinni eftir tólf ára fjarveru.

Þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Trippier mætir Mbappe, en hann man eftir tveimur leikjum gegn honum í fortíðinni sem voru báðar frumraunir hjá leikmönnunum í minningunni hjá Trippier.

„Ég hef spilað við hann tvisvar sinnum áður. Ég held að fyrri leikurinn hafi verið hans fyrsti fyrir AS Mónakó, þegar ég var hjá Tottenham. Svo spilaði ég við hann í fyrsta landsleiknum mínum fyrir England fyrir þónokkrum árum.

„Sem fótboltamaður þá vill maður spila svona leiki, gegn bestu fótboltamönnum heims. PSG er með ótrúlega leikmenn í sínum röðum og Mbappe er einn af bestu fótboltamönnum heims. Við megum samt ekki einblína of mikið á gæðin þeirra, ef við spilum okkar leik þá getum við unnið gegn hvaða andstæðingum sem er á réttum degi."


Sandro Tonali er klár í slaginn fyrir leikinn gegn PSG og er Brasilíumaðurinn fjölhæfi Joelinton tæpur. Callum Wilson og Sven Botman eru aftur á móti fjarverandi vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner