29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 04. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Kvenaboltinn
Elísa með börnunum sínum.
Elísa með börnunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa er fyrirliði Vals.
Elísa er fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Við höfum verið að byggja þetta upp í sumar og maður æfir allan veturinn til að fá að takast á við svona stórar og flottar áskoranir," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Á morgun fer fram stærsti leikur síðari ára í kvennaboltanum á Íslandi þegar Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna. Valur er einu stigi á eftir Blikum fyrir leikinn.

Valsliðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og stefnir á að gera það fjórða árið í röð.

„Mér finnst þetta svo geggjuð áskorun fyrir okkur í Val. Við höfum svona verið búnar að tryggja okkur titilinn á þessum tímapunkti. Til þess að liðið geti þróast enn frekar og allir orðið sterkari einstaklingar og leikmenn, þá er ótrúlega gott að fá að prófa að takast á við þessa áskorun. Þetta er gott fyrir okkur og ég hlakka til laugardagsins, að fá að vera partur af því að hjálpa Valsliðinu yfir línuna."

Hvernig hefur andrúmsloftið verið í hópnum fyrir þennan leik?

„Auðvitað finnur maður fyrir aukinni spennu en við náum samt að halda henni í skefjum. Við stillum þessu upp eins og venjulegum leik, sem þetta er í grunninn. Við hlökkum til að halda vel í spennuna og fá að losa um hana á laugardaginn."

Þetta eru tvö langbestu lið landsins að mæta. „Þetta eru alltaf hörkuleikir og oft lítið sem sker úr um hvaða lið vinnur þessa leiki. Það er geggjað að fá að mæta þeim sem eru samhliða okkur besta lið landsins. Þetta er draumaleikurinn."

„Þessi lið eru góð, með flotta hópa og flotta þjálfara. Við þekkjum hvert annað algjörlega út og inn. Ég veit ekki hversu mikið þarf að fara í taktík fyrir þessa leiki. Maður þekkir þær eins og handabakið á sér. Það eru kannski einstaklingsgæðin eða orkustig liðanna sem skilja á milli."

Eigum við ekki að reyna að slá það?
Vonandi verður sett áhorfendamet á morgun, vonandi verða meira en 2000 áhorfendur á vellinum.

„Var ekki Helena (Ólafsdóttir) að tala um að 1200 væri metið? Eigum við ekki að reyna að slá það?"

Væri ekki hálfgerður skandall ef metið verður ekki slegið á morgun?

„Jú, þetta er einstakt tækifæri að mæta hér á Hlíðarenda og algjör veisla í boði fyrir áhorfendur. Maður veit aldrei hvenær svona leikur verður í náinni framtíð. Ég vil hvetja alla að mæta á Hlíðarenda á morgun," sagði Elísa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner