mið 04. nóvember 2020 15:44
Elvar Geir Magnússon
Arsenal ætlar að lána William Saliba í janúar
William Saliba í leik með varaliði Arsenal.
William Saliba í leik með varaliði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann sé búinn að fá nóg af stöðu mála varðandi miðvörðinn William Saliba.

Arsenal reyndi að lána þennan nítján ára leikmann í sumar en það gekk ekki. Reynt verður að lána hann í janúar.

Saliba var keyptur frá Saint-Etienne á 27 milljónir punda á síðasta ári og lánaður svo aftur til franska liðsins.

Margir bjuggust við því að hann yrði í stóru hlutverki undir stjórn Arteta á þessu tímabili.

Hinsvegar hefur hann ekkert spilað og samkvæmt fréttum á hann í vandræðum með að aðlagast lífinu í enska boltanum. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum er Saliba sjálfur pirraður á því að fá ekkert að spila.

Arteta svaraði því játandi á fréttamannafundi í dag þegar hann var spurður að því hvort Saliba yrði lánaður í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner