Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. nóvember 2021 13:45
Brynjar Ingi Erluson
„Skemmtilegt að fylgjast með strákum eins og Ara"
Icelandair
Ari Leifsson
Ari Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson, leikmaður Strömsgodset í Noregi, fékk mikið lof á blaðamannafundinum er landsliðshópurinn var kynntur en Arnar Þór segist spenntur fyrir hans framtíð.

Ari kom til Strömsgodset frá Fylki á síðasta ári og hefur leikið glimrandi vel í vörninni hjá norska liðinu.

Hann er í leikmannahópnum og gaf Arnar það til kynna að Ari gæti fengið tækifæri í leikjunum tveimur gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu en hann á einn landsleik að baki.

„Ef við tökum eins og Ara Leifs. Það er svolítið skemmtilegt finnst okkur að fylgjast með strákum eins og Ara, sem heldur bara áfram að taka sín skref og er í efstu deild í Noregi að spila mjög vel."

„Það er enginn hérna inni sem hefði veðjað einhverjum peningum á það fyrir tveimur árum síðan. Sem þjálfarar er mikilvægt að gefa leikmönnum færi á að finna sitt þak og Ari er ekkert búinn að finna sitt þak. Næsta skref Ara er að vona að hann fari að spila A-landsleiki,"
sagði Arnar um Ara.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner