þri 04. desember 2018 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
England - Byrjunarlið: Pep skiptir út varnarlínunni
Sterling á bekkinn
Ekki amalegt að hafa þennan til taks á bekknum.
Ekki amalegt að hafa þennan til taks á bekknum.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson er eini Íslendingurinn sem kemur við sögu í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron er í byrjunarliði Cardiff sem heimsækir West Ham eftir góðan sigur gegn Wolves um helgina. Eina breytingin sem Neil Warnock gerir er að bakvörðurinn Joe Bennett kemur inn í byrjunarliðið í stað fyrir kantmanninn Josh Murphy.

Cardiff mun þá breyta aftur yfir í fjögurra manna varnarlínu þó að sú þriggja manna hafi reynst vel gegn Úlfunum.

Manuel Pellegrini gerir þrjár breytingar á liði West Ham sem vann góðan útisigur gegn Newcastle um helgina. Varnarmennirnir Fabian Balbuena, Pablo Zabaleta og Aaron Cresswell detta úr byrjunarliðinu sökum eymsla, meiðsla og þreytu.

Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Watford og gera nokkrar breytingar eftir sigurinn gegn Bournemouth. Riyad Mahrez kemur inn á hægri kantinn í stað Raheem Sterling sem er hvíldur og þá kemur David Silva aftur inn í byrjunarliðið í stað Ilkay Gündogan.

Pep Guardiola ákvað að skipta einnig um varnarlínu á milli leikja, en Kyle Walker tekur stöðu Danilo í hægri bakverði og þá kemur Fabian Delph inn fyrir Oleksandr Zinchenko vinstra megin. John Stones og Vincent Kompany eru í hjarta varnarinnar.

Watford: Foster, Holebas, Kabasele, Cathcart, Femenia, Doucoure, Hughes, Success, Chalobah, Pereyra, Deeney

Man City: Ederson, Walker, Kompany, Stones, Delph, Fernandinho, D. Silva, B. Silva, Sane, Mahrez, Jesus.



West Ham: Fabianski, Masuaku, Diop, Ogbonna, Rice, Antonio, Noble, Snodgrass, Anderson, Arnautovic, Hernandez.

Cardiff: Etheridge, Bennett, Morrison, Manga, Bamba, Ralls, Arter, Camarasa, Gunnarsson, Hoilett, Paterson.



Bournemouth: Begovic, Francis, Cook, Ake, Daniels, Lerma, Cook, Brooks, Fraser, King, Wilson.

Huddersfield: Lossl, Kongolo, Billing, Zanka, Schindler, Hogg, Hadergjonaj, Durm, Mooy, Pritchard, Depoitre.



Brighton: Ryan, Bernardo, Dunk, Montoya, Duffy, Propper, Gross, March, Bissouma, Murray, Izquierdo

Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Tomkins, Sakho, Van Aanholt, Kouyate, Milivojevic, Meyer, McArthur, Townsend, Zaha
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner