Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli: Vorum kannski of hrokafullir
Mynd: Getty Images
Dele Alli skoraði glæsilegt mark í 2-1 tapi Tottenham gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Hann var svekktur með tapið að leikslokum og telur að liðið hafi fundið fyrir slæmum áhrifum sem fylgja of miklu sjálfstrausti.

Hann er sérstaklega óánægður með að slök frammistaða liðsins hafi orðið til þess að Jose Mourinho tapaði gegn sínum fyrrum vinnuveitendum á Old trafford.

„Við töpuðum ekki því þeir spiluðu betur heldur en við. Við töpuðum útaf hugarfarið var ekki rétt. Við vorum ekki nógu hungraðir og vorum alltof seinir í seinni boltana," sagði Alli að leikslokum.

„Kannski vorum við of hrokafullir og með alltof mikið sjálfstraust því við höfum verið að spila vel upp á síðkastið. Það er mikilvægt að vera hrokafullir með sjálfstraust í svona leikjum en maður verður að nota það á réttan hátt. Við börðumst ekki nógu mikið og vorum frekar slakir.

„Svona leikir hjálpa manni að setja fæturna aftur á jörðina. Við viljum vinna alla leiki en við vildum þennan sigur sérstaklega því þetta er gamli heimavöllur stjórans."


Tottenham er núna einu stigi eftir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner