Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. desember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Björn Bragi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Björn Bragi með spilin.
Björn Bragi með spilin.
Mynd: .
Undanúrslit Kviss eru annað kvöld.
Undanúrslit Kviss eru annað kvöld.
Mynd: .
Tottenham vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spánni.
Tottenham vinnur Lundúnarslaginn samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Jota skorar gegn gömlu félögunum ef spáin rætist.
Jota skorar gegn gömlu félögunum ef spáin rætist.
Mynd: Getty Images
Elísa Viðarsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Björn Bragi Arnarsson spáir í leikina að þessu sinni. Björn Bragi gefur út spilin Pöbbkviss og Krakkakviss sem hafa slegið í gegn en önnur prentun af þeim er að verða uppseld.

Þá stýrir Björn Bragi spurningaþættinum Kviss á Stöð 2. Seinni undanúrslitaþátturinn þar er annað kvöld og úrslitin verða svo í beinni útsendingu 12. desember á Stöð 2.

Þar sem leik Newcastle og Aston Villa var frestað þá spáir Björn Bragi einnig í einn leik í Championship deildinni til að fá tíu leiki.



Burnley 2 - 2 Everton (12:30 á morgun)
Þetta verður óvænt rosalegur leikur. Umdeild atvik, rautt spjald og jöfnunarmark á lokamínútunum.

Manchester City 4 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
City sýndu sitt rétta andlit í síðustu umferð og eru komnir í gang. Veit reyndar ekki hversu lengi þeir verða í gangi, en þetta verður auðveldur leikur fyrir þá.

West Ham 0 - 2 Manchester United (17:30 á morgun)
Það er 30 gráðu frost og myrkur 23 tíma á dag á Íslandi. United-vinir mínir þurfa ljós í lífið. Ég gef þeim 3 stig hér.

Chelsea 3 - 2 Leeds (20:00 á morgun)
Ég væri mikið til í að sjá Leeds ná sigri fyrir stórvin minn Mána Pétursson og aðra góða Leedsara. Held samt því miður að Chelsea taki þetta. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

WBA 2 - 1 Crystal Palace (12:00 á sunnudag)
Ég játa að ég hef verið spenntari fyrir leikjum en akkúrat þessum. Get hins vegar staðfest að West Brom vinnur hér annan sigur sinn í deildinni og kemst úr fallsæti.

Sheffield United 1 - 1 Leicester (14:15 á sunnudag)
Stáldrengirnir eru búnir að vera í ruglinu en þeir ná í stig. Fyrsta jafntefli Leicester á leiktíðinni.

Tottenham 2 - 1 Arsenal (16:30 á sunnudag)
Ég fer large á mína menn hér. Menn eru mishrifnir af Mourinho en það er ekki hægt að neita því að hann er winner. Liðið er farið að finna sig vel undir hans stjórn og lítur virkilega vel út.

Liverpool 1 - 0 Wolves (19:15 á sunnudag)
Púlarar eru vel svekktir eftir síðasta leik og vinna þennan. Að sjálfsögðu skorar Diogo Jota sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum. Markið kemur í seinni hálfleik.

Brighton 2 - 1 Southampton (20:00 á mánudag)
Brighton voru heppnir í síðustu umferð á móti Liverpool og verða aftur heppnir hér.

Watford 3 - 1 Cardiff City (Championship) (15:00 á morgun)
Mér er hlýtt til Cardiff eftir að hafa farið að sjá þá þegar Aron Einar var að spila með þeim. Nú er hins vegar enginn Gunnarsson til að bjarga þeim og Watford tekur þennan leik.

Fyrri spámenn
Haukur Harðarson - 7 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner