fös 04. desember 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefur ekki áhuga á stofnun Ofurdeildar
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Framkvæmdastjórinn Ed Woodward segir að Manchester United muni ekki taka neinn þátt í að mynda Ofurdeild Evrópu. Þvert á móti sé félagið að taka þátt í samræðum um mögulegar breytingar á Meistaradeild Evrópu.

Sögusagnir hafa verið í gangi um viðræður milli stærstu félaga Evrópu um stofnun nýrrar Ofurdeildar.

„Það eru viðræður um að styrkja Evrópukeppnir UEFA," segir Woodward sem segir að breytingarnar muni hafa lítil eða engin áhrif á ensku úrvalsdeildina því áfram verði leikið í miðri viku.

Talað hefur verið um að mörg af stærstu félagsliðum Evrópu hætti í deildum eigin lands til að fara í nýja Ofurdeild en miðað við ummæli Woodward er langur vegur í það.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner