Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 04. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Selfoss semur við unglingalandsliðsmann
Eysteinn Ernir Sverrisson
Eysteinn Ernir Sverrisson
Mynd: Selfoss
Unglingalandsliðsmaðurinn Eysteinn Ernir Sverrisson skrifaði á dögunum undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við Selfoss.

Eysteinn Ernir er 16 ára gamall vinstri bakvörður sem kemur upp úr unglingastarfi Selfyssinga.

Í sumar spilaði hann sinn fyrsta leik með meistaraflokki er hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Grindavík í Lengjudeildinni. Nú hefur hann skrifað undir sinn fyrsta samning við Selfyssinga.

Eysteinn hefur verið í leikmannahópum yngri landsliða og spilaði meðal annars sinn fyrsta leik fyrir U17 ára landsliðið í október.

Þessi efnilegi leikmaður hefur samtals spilað sex landsleiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner