Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mið 04. desember 2024 16:33
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk kominn með samningstilboð frá Liverpool
Liverpool hefur boðið Virgil van Dijk nýjan samning. Gildandi samningur hans rennur út næsta sumar, það sama á við um samninga Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah.

The Athletic segir að Liverpool hafi nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að halda þríeykinu og hollenski miðvörðurinn sé kominn með samningstilboð í hendurnar.

Hinn 33 ára Van Dijk hefur spilað fantavel í hjarta varnarinnar hjá Liverpool undir stjórn Arne Slot á tímabilinu og sýnt að hann er enn meðal bestu miðvarða heims.

Það ber þó enn mikið á milli í viðræðunum milli Liverpool og Van Dijk, bæði hvað varðar samningslengd og launatölur. Leikmaðurinn vill betra tilboð.

Liverpool hyggst í kjölfarið hafa samband við umboðsmenn Salah og hefja viðræður um nýjan samning við egypska sóknarleikmanninn. Salah hefur fengið áhuga frá PSG og Sádi-Arabíu.

Alexander-Arnold hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og spænska félagið vill klófesta hann á frjálsri sölu. Athletic segir að Liverpool muni reyna að halda honum þó viðræður séu ekki komnar í gang.

Lífið leikur við Liverpool sem er með níu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og hefur einnig verið á flugi í Meistaradeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir