Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
   fös 05. febrúar 2021 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Árni Snær: Þetta var ekki okkar dagur
Árni Snær Ólafsson
Árni Snær Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, var vonsvikinn með að tapa úrslitaleik Fótbolta.net mótsins gegn Blikum í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Blikar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en liðið skoraði fjögur mörk og var með dágóða forystu fyrir síðari hálfleikinn.

Skagamenn voru að spila á mörgum ungum og efnilegum mönnum en Árni hefur þó engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir þetta tap.

„Nei, þetta var ekki það sem við vorum að vonast eftir en svona er þetta," sagði Árni við Fótbolta.net.

„Við vorum ekki nógu góðir fyrstu tuttugu eða þrjátíu mínúturnar, þá voru þeir búnir að klára leikinn líklega. Gott lið er ekki að fara missa niður forystuna. Þetta er svipað lið sem var að spila á móti HK um daginn þannig þá sáum við að flest allir þarna geta spilað góðan bolta en þetta var ekki okkar dagur."

„Eftir að við fengum að byrja þá hefur verið keyrsla og það hefur gengið fínt. Hlakka til að komast í alvöru leiki þó það hefði verið gaman að vinna í dag."

„Það verður ekki svoleiðis. Það vantar fullt af reynslumiklum gaurum og þá er að vonast til að ungu gæjarnir stígi upp en í dag klikkaði eitthvað og við þurfum að rýna í það á næstu vikum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner