sun 05. febrúar 2023 12:35
Aksentije Milisic
Segir að Haaland reynir að læra af Kane
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Manchester City, verður í eldlínunni í dag þegar Englandsmeistararnir heimsækja Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni.


Þá munu Haaland og Harry Kane mætast en þessir tveir hafa samanlagt skorað 49 mörk á tímabilinu til þessa.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sem heilli hann við Norðmanninn er það að hann er alltaf að leita leiða hvernig hann getur bætt sig sem leikmaður.

„Erling hefur þetta hungur til þess að segja að hann geti gert betur. Það er frábært fyrir leikmann á hans aldri," sagði Pep.

„Annars verður þetta leiðinlegt. Áður en við hættum, þá getum við alltaf bætt okkur. Þetta er það eina í okkar lífi, aldrei hætta."

„Ég er nokkuð viss um að hann horfi á Harry Kane og reyni að læra af honum. Ekki bara hann, heldur aðrir leikmenn líka,"
 sagði stjóri Man City.

Kane var nálægt því að ganga til liðs við Man City fyrir síðustu leiktíð en það gekk ekki eftir að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner