Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 05. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
De Bruyne tæpur fyrir Manchester slaginn
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City er tæpur fyrir grannaslaginng gegn Manchester United á sunnudag.

De Bruyne meiddist á öxl undir lokin í úrslitaleik enska deildabikarsins gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Belginn öflugi var fjarri góðu gamni þegar Manchester City sló Sheffield Wednesday úr enska bikarnum í gær.

„Við vitum ekki hversu lengi hann verður frá. Vonandi ekki lengi," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir leikinn í gær.

Aðspurður hvort að De Bruyne nái grannaslagnum sagði Guardiola: „Ég veit það ekki."
Athugasemdir