Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 05. mars 2020 09:24
Magnús Már Einarsson
Enska knattspyrnusambandið skoðar atvikið hjá Dier
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hrinda af stað rannsókn eftir að Eric Dier rauk upp í stúku og fór að rífast við stuðningsmenn eftir leik Tottenham og Norwich í gærkvöldi.

Dier rauk allt í einu upp í stúku að leik loknum og ætlaði að ráðast að einum stuðningsmanni.

Dier lét í sér heyra áður en hann fór aftur til búningsherbergja.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði eftir leikinn í gær að Dier hefði reiðst eftir móðganir í garð fjölskyldu hans.


Athugasemdir
banner
banner