Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. mars 2020 14:33
Magnús Már Einarsson
KSÍ skoðar leiðir til að Birkir og Emil geti spilað gegn Rúmenum
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir unnið að því að finna leiðir til að Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson geti verið með í umspilinu gegn Rúmeníu þann 26 .mars.

Birkir leikur með Brescia á Ítalíu og Emil með Padova. Kórónu veiran hefur breiðst hratt út á Ítalíu undanfarnar vikur og þeir sem koma þaðan til Íslands eiga að vera í 14 daga langri sóttkví hér heima eftir dvöl sína þar.

Klara segir að verið sé að skoða hvernig Birkir og Emil geti spilað leikinn mikilvæga gegn Rúmenum.

„Við erum að skoða málið í rólegheitum. Það sem gildir í dag gildir ekki endilega á morgun," sagði Klara við Fóbolta.net í dag.

„Við erum að fara yfir þetta með okkar bestu ráðgjöfum í þessu, hvað við getum gert. Það er ekkert sem við getum sagt frá á þessari stundu. Þetta er í skoðun," sagði Klara en hún er bjartsýn á að leikmennirnir spili. „Það þýðir ekkert annað. Við förum í gegnum þetta og skoðum hvaða leiðir eru í stöðunni og reynum að finna lausnir."

Rúmenar eiga einnig sína fulltrúa í ítalska boltanum en það eru Vlad Chiricheș hjá Sassuolo, Romario Benzar hjá Perugia og Vasile Mogoș hjá Cremonese. Þeir eru einnig í sömu stöðu og Birkir og Emil.

Sjá einnig:
Er þátttaka leikmanna fyrir umspilsleikinn á EM í hættu vegna Kórónavírusins?
Athugasemdir
banner
banner